Stelpunar í meistaraflokki ÍBV taka á móti FH í dag, sunnudag, kl. 14.00 á Hásteinsvelli í leik í Pepsi-max deild kvenna í fótbolta.

Fyrir leikinn eru ÍBV í sjötta sæti með 17 stig en FH í fallsæti, því níunda, með 13 stig. Það er því að miklu að keppa hjá liðunum enda flest liðanna í deildinni í bullandi fallbaráttu.

Fyrri leik liðanna lauk með sigri ÍBV, eitt mark gegn engu.