Air Iceland Connect hefur áætlunarflug til Vestmannaeyja

Fram kom á fundi bæjarráðs í dag að bæjarstjóri hefur átt í samskiptum við fulltrúa flugfélaganna undanfarinn mánuð. Meðal annars Air Iceland Connect um mögulegt áætlunarflug til Vestmannaeyja á markaðsforsendum. Stjórnendur Air Iceland Connect líta á Vestmannaeyjar sem spennandi viðbót við áfangastaði þeirra og hafa ákveðið að hefja áætlunarflug til Eyja næsta vor. Í þessu […]

Handboltinn fer í frí

Vegna hertra aðgerða til að sporna við útbreiðslu Covid-19 og tilmæla sóttvarnarlæknis og Almannavarna um að gert verði hlé á íþróttastarfi ákvað stjórn HSÍ á fundi sínum í dag að fresta mótahaldi í öllum aldursflokkum til og með 19. október nk., staðan verður endurmetin að þeim tíma liðnum. Mælst var til þess af sóttvarnarlækni að […]

Vel heppnaðri síldarvertíð lokið

Vinnslustöðin hefur tekið á móti um 5.500 tonnum af norsk-íslenskri síld á vertíð sem lýkur um leið og landað hefur verið úr Ísleifi VE í kvöld og unninn afli úr skipinu. „Vertíðin var afar vel heppnuð og við höfum haldið vinnslu gangandi nánast samfleytt frá því veiðar hófust 16. september. Fengum mjög góðan fisk sem […]

Engin ný smit í Eyjum síðustu daga

Engin ný smit hafa greinst í Vestmannaeyjum síðustu daga. Enn eru 5 í einangrun og 36 í sóttkví. Lýst hefur verið yfir neyðarstigi almannavarna á landinu þar sem virk smit eru í öllum landshlutum. Samhliða tóku gildi hertar samkomutakmarkanir sem gilda á öllu landinu og í gær tóku frekari takmarkanir gildi á höfuðborgarsvæðinu vegna fjölda […]

Leik ÍBV-2 og Vængja Júpíters frestað

„Vegna hertra sóttvarnarreglna heilbrigðisráðherra hefur leikjum Þór – KA og ÍBV 2 – Vængir Júpiters í 32 liða úrslitum Coca-Cola bikars karla sem fram átti að fara í kvöld verið frestað,“ segir í tilkynningu frá HSÍ rétt í þessu. „Nýr leiktími verður gefinn út við fyrsta tækifæri.“ (meira…)

Bílbeltanotkun hefur aukist en fleiri fikta í símanum

Stelpurnar í Slysavarnafélaginu Eykyndli taka nú þátt í áhugaverðu verkefni í samstarfi við Umferðastofu. Verkefnið hefur staðið frá 2018 en um fimm ára verkefni er að ræða sem felur í sér að kanna farsíma- og bílbelta notkun ökumanna í Vestmannaeyjum. Samgöngustofa ákveður fjölda bíla og hvar gera skuli könnunina. Stelpurnar hafa verið að kanna stöðuna […]

Breytt kirkjustarf

Það verða töluverðar breytingar næstu vikur á starfi Landakirkju sökum faraldursins. Flest starf fellur niður, þ.m.t. messur og sunnudagaskóli en krakkaklúbbarnir (1T2, 3T4, TTT) og Æskulýðsfélagið heldur þó áfram. Sjá betur á meðfylgjandi mynd. Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, ritaði í gær bréf til presta, djákna, organista, formanna sóknarnefnda og útfararstjóra. Þar mælist hún […]

Fiskur fyrirferðamikill í útflutningi

Verðmæti vöruútflutnings nam alls tæplega 62 milljörðum króna í september samanborið við rúmlega 50 milljarða í sama mánuði í fyrra. Frá þessu er greint í nýju fréttabréfi SFS. Það er rúmlega 22% aukning í krónum talið á milli ára. Gengi krónunnar spilar vissulega stóra rullu í þessari aukningu, enda var það rúmlega 13% veikara nú […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.