Stelpurnar í Slysavarnafélaginu Eykyndli taka nú þátt í áhugaverðu verkefni í samstarfi við Umferðastofu. Verkefnið hefur staðið frá 2018 en um fimm ára verkefni er að ræða sem felur í sér að kanna farsíma- og bílbelta notkun ökumanna í Vestmannaeyjum. Samgöngustofa ákveður fjölda bíla og hvar gera skuli könnunina. Stelpurnar hafa verið að kanna stöðuna á horni Kirkjuvegar og Heiðarvegar og eru niðurstöðurnar áhugaverðar þó vissulega sé úrtakið ekki stórt er það í það minnsta góð vísbending. Bílbeltanotkun hefur augljóslega aukist 2018 voru 5,35% ökumanna ekki með bílbelti en 2020 var sú taka komin undir 1%. Farsímanotkun undir stýri hefur því miður líka aukist en tæp 2% ökumanna voru uppvísir að því að handfjatla farsíma þegar könnunin var tekin á þessu ári saman borið við rúmt hálft prósent í fyrra.