Fræðslufulltrúi kynnti niðurstöður úr ánægjukönnun meðal foreldra og starfsmanna leikskóla varðandi sumarlokun leikskólanna og sumarleyfi á fundi fræðsluráðs í gær. Svarhlutfall var u.þ.b. 51,2% í heildina. Svarhlutfall foreldra var 45,6% en starfsmanna 22,4% 53% þeirra sem svöruðu könnuninni voru ánægð með fyrirkomulag á sumarlokun og sumarleyfi, 13% voru hlutlaus en 34% óánægð. Lokunartíminn hentaði 59% vel, 34% hefðu viljað hafa hann seinna en 7% fyrr.

Þegar skiptingin milli foreldra og starfsmanna er skoðuð eru 66% foreldra ánægð með fyrirkomulag sumarlokunar og sumarleyfis, 13% hlutlaus og 21% óánægð. 19% starfsmanna er ánægð með fyrikomulagið, 12% hlutlaus og 69% óánægð. Lokunartíminn hentaði 79% foreldra vel, 10% hefðu viljað hafa hann fyrr en 17% síðar. Hann hentaði 16% starfsmanna vel en 84% hefðu viljað hafa hann síðar.