Framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs fór yfir stöðu mála varðandi nýbyggingu við Hamarsskóla á fundi fræðsluráðs í gær. Fram kom að framganga málsins hefur tafist og sú tímalína framkvæmda sem gengið var út frá seinkað. Vinna þarf betur í frumgreiningu áður en málið fer á hönnunarstig. Ný tímalína verður lögð fram um leið og fyrir liggur með frumgreiningu. Ráðið þakkar kynninguna.

Kappsmál að haldið verði áfram með verkefnið
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítrekuðu að þetta verkefni verður mikið framfaraskref í þjónustu, aðgengi og aðstöðu fyrir Hamarsskóla, Tónlistarskóla og Frístundaver. Það er fulltrúum Sjálfstæðisflokksins mikið kappsmál að haldið verði áfram með verkefnið af krafti eins og lagt var upp með og það verði m.a. forgangsmál við fjárhagsáætlunargerð næstu ára.

Ritstj