Stefnumótun í spjaldtölvuinnleiðingu Grunnskóla Vestmannaeyja var til umræðu á fundi fræðsluráðs í vikunni. Fræðslufulltrúi kynnti stefnu GRV um spjaldtölvuinnleiðingu 2020-2023 en hún er unnin af stýrihópi sem fræðsluráð setti saman til að leiða innleiðinguna. Stefnan inniheldur framtíðarsýn í tölvumálum GRV, stefnu, markmið, aðgerða- og framkvæmdaáætlun, áætlun um árangursmælingar, hlutverk, ábyrgð og skyldur þeirra sem koma að tækjunum o.fl.
Guðbjörg Guðmannsdóttir, verkefnastjóri spjaldtölvuinnleiðingar í GRV, svaraði spurningum sem fundarmenn höfðu varðandi stefnuna og stöðuna í dag.

Stefna í spjaldtölvuinnleiðingu 2020-2023.pdf