Umræða um heilbrigðismál fór fram á fundi bæjarráðs á þriðjudag. Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU) og framkvæmdastjórn stofnunarinnar kom á fund bæjarráðs til þess að fara yfir stöðu mála á stofnuninni. Bæjarráð þakkaði forstjóra og framkvæmdastjórn fyrir veittar upplýsingarnar og óskaði eftir að fundað verði með reglubundnum hætti í framtíðinni.

Bæjarráð ítrekar mikilvægi þess að halda úti öflugri þjónustu HSU í Vestmannaeyjum og ekki dragi úr starfsemi stofnunarinnar.

SKL jól