Samræmd dagatöl skóla og frístundavers voru til umræður á aukafundi í fræðsluráði á föstudag. Um var að ræða framhald af 6. máli 334. fundar fræðsluráðs þann 7. október 2020. Tillaga að nýjum starfsdegi leikskóla og frístundavers. Frestun starfsdags og vetrarleyfis GRV til umræðu.

Fræðsluráð samþykkti að fresta starfsdegi leikskólanna sem á að vera skv. skóladagatali 16. október nk. til 27. nóvember. Í ljósi aðstæðna hefur fræðsluráð haft til umræðu hvort ástæða sé til að endurskoða tímasetningu á komandi starfsdegi og vetrarleyfi GRV. Eftir að hafa kannað afstöðu starfsmanna GRV, foreldrafélags og eldri nemenda til frestunar starfsdags og vetrarleyfis er ljóst að meirihlutinn vill halda skóladagatalinu óbreyttu en foreldrafélagið hefur þó skilning á því ef færa þarf til starfsdaginn.

Skóladagatal grunnskólans helst óbreytt. Ráðið hefur fulla trú á að allir fari eftir tilmælum frá almannavörnum, hugi að sóttvörnum og takmarki ferðalög eins og kostur er.