Lagt var fram á fundi bæjarráðs í síðustu viku yfirlit um 8 mánaða fjárhagsstöðu bæjarjóðs. Í ljósi Covid-19, skerðingu á tekjum (svo sem hafnargjöldum og framlögum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga) og aðgerða bæjarins til þess að bregðast við atvinnuástandi og verkefnastöðu fyrirtækja, sérstaklega í vor og sumar, hefur fjárhagsstaða bæjarins þyngst. Bæjarsjóður stendur hins vegar á traustum grunni og afkoman þokkaleg í ljósi ástandsins. Ekki er útlit fyrir að skerða þurfi þjónustu eða draga úr framkvæmdum það sem eftir er af árinu.

Ritstj