Fulltrúar Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja komu á fund bæjarráðs í síðustu viku til þess að fara yfir stöðu fyrirtækja í ferðaþjónustu og nýtt markaðsátak um Vestmannaeyjar, sem ætlað er að ná til stærri markhóps og til lengri tíma en áður. Lögð var fram til upplýsinga skýrsla Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga um hagtölur um atvinnulíf á Suðurlandi með sérstakri áherslu á ferðaþjónustu.
Bæjarráð þakkar fulltrúum Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja yfirferðina. Bæjarstjóra er falið að finna fundartíma bæjarfulltrúa með Ferðamálasamtökunum til þess að kynna fyrirhugað markaðsátak í ferðaþjónustu.

Skýrsla Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga er upplýsandi og áhugaverð samantekt á stöðunni.

Hagtölur-um-atvinnulíf-á-Suðurlandi-með-sérstaka-áherslu-á-ferðaþjónustu.pdf