„Við höfum ekki tekið sérstaklega eftir því núna að gestum ofan af landi hafi fjölgað, sagði Rúnar Gauti Gunnarsson hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja. „Við gerðum eins og margir aðrir klúbbar að loka fyrir skráningu annara en meðlima.“

Rúnar Gauti segir að þrátt fyrir að farið sé að hausta, og sá tími kominn að loka þarf holum 13-18, þá hafi hefur völlurinn verið mikið sóttur af klúbbmeðlimum undanfarnar vikur. En lokunin er gerð svo að nægur tími sé til stefnu fyrir vallarstarfsmenn að sinna haustverkunum sem felast meðal annars í því að setja nætur yfir flatirnar. „Annars erum við ánægð með síðustu mánuði. Sumarið sem leið var mjög gott, bæði í aðsókn klúbbmeðlima og kylfinga ofan af landi,“ sagði Rúnar Gauti.