Ragnar Þór Jóhannsson nýr formaður Farsæls

Ragnar Þór Jóhannsson

Aðalfundur Farsæls, félags smábátaeigenda í Vestmannaeyjumvar var haldinn í Þekkingarsetri Vestmannaeyja 28. september sl. Frá þessu er greint í frétt á vefnum smabatar.is. Mikill áhugi var fyrir fundinum sem sýndi sig best í að um tveir þriðju félagsmanna voru mættir. Í upphafi fundar upplýsti Hrafn Sævaldsson formaður Farsæls um að hann væri ekki lengur smábátaeigandi og hefði því ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku.

Nýja stjórn skipa:
Ragnar Þór Jóhannsson formaður og gjaldkeri
Halldór Alfreðsson ritari
Ólafur Már Harðarson
Haraldur Hannesson varamaður í stjórn

Fundarmenn þökkuðu Hrafni fyrir hans kröftuga innlegg í þágu smábátaeigenda. Auk Hrafns gaf Jóel Andersen ekki kost á sér, en Jóel hefur setið í stjórn Farsæls frá 1996, þar af var hann formaður 1999-2018. Þau ár sem Jóel var formaður Farsæls var hann jafnframt í stjórn Landssambands smábátaeigenda.

Deiliskipulag flugvöll
Bókari Þekkingarseturs

Eftirfarandi ályktanir var samþykkt að leggja fyrir 36. aðalfund Landssambands smábátaeigenda.

  • Aðalfundur Farsæls leggur til að strandveiðar verði leyfðar frá og með 1. apríl ár hvert.
  • Aðalfundur Farsæls hafnar hugmyndum um opnun milli svæða á strandveiðum
  • Aðalfundur Farsæls leggur til að hætt verði að innheimta sérstakt gjald vegna strandveiða. Greidd eru veiðigjöld af veiddum afla og því ekkert tilefni til að innheimta sérstakt gjald, enda er almennt ekki greitt sérstakt gjald vegna veiðileyfa.

VMB Hvatningarverðlaun

Mest lesið