Tillaga að deiliskipulagi í austurbæ

Deiliskipulag austurbæjar við miðbæ var til umræðu á fundi umhverfis og skipulagsráðs í gær. Deiliskipulagssvæðið afmarkast af deiliskipulagsmörkum miðbæjar, miðlínu Ásavegar, mörkum aðliggjandi deiliskipulags fyrir þjónustustofnanir, mörkum deiliskipulags austurbæjar, jaðri Eldfellshrauns og deiliskipulagi gosminja Blátinds. Deiliskipulagssvæðið er um 4,1 ha að stærð. Lögð voru fram ný drög að deiliskipulagi fyrir norðurhluta austurbæjar. Innan deiliskipulagssvæðis eru tveir landnotkunarreitir, íbúðarsvæðis ÍB-3 og miðsvæði M-1. Lagt fram til kynningar. Ráðið þakkaði kynninguna og felur Skipulagsfulltrúa að kynna skipulagsdrög í samræmi við 40 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

A1176-026-U02 Austurbær, norðurhluti. Tillaga á vinnslustigi – uppdráttur.pdf

A1176-028-U02 Austurbær, norðurhluti. Tillaga á vinnslustigi – greinargerð.pdf

Jólablað Fylkis

Mest lesið