Forsala á Reisubók séra Ólafs Egilssonar

Forsala á nýrri útgáfu á Reisubók séra Ólafs Egilssonar sóknarprests að Ofanleiti í Vestmannaeyjum verður í anddyri Safnahússins í dag fimmtudaginn 15.okt. milli kl. 13 og 18. Þar verður bókin boðin á sérstöku kynningarverði, kr. 4000. Þeir sem þegar hafa skráð sig á forsölulista eru beðnir að koma í anddyrið á umræddum tíma og nálgast sínar bækur.

Reisubók Ólafs Egilssonar á fullt erindi inn á sem allra flest heimili í Vestmannaeyjum segir í tilkynningu frá hópnum.

VMB Hvatningarverðlaun

Mest lesið