Framkvæmdir hófust í vikunni við breytingar á Vigtartorgi en hönnun svæðisins var kynnt á fundi framkvæmda og hafnarráðs í janúar. Það er Verkfræðistofan Efla sem vann hönnunina þar má meðal annars finna yfirbyggt útisvið, sölubása, legubekki, fjölbreytt leiktæki, sögutorg um hina ýmsu atburði í Vestmannaeyjum og margt fleira.

Starfsmenn Vestmannaeyjabæjar hafa unnið að því að fjarlægja gras og jarðveg af svæðinu og búið að flytja þangað grjót sem sem á að nota til að hlaða vegg með fram svæðinu.