Formaður bæjarráðs gerði á fundi bæjarstjórnar í vikunni grein fyrir viðræðum við aðila um flugsamgöngur og samgöngur á sjó. Í sameiginleg bókun bæjarstjórnar segir, “Bæjarstjórn fagnar fréttum þess efnis Air Iceland Connect ætli að hefja flugsamgöngur til Vestmannaeyja á markaðslegum forsendum næsta vor. Í þessu felast mikil tækifæri til kynningar á Vestmannaeyjum sem áfangastað, bæði fyrir innlendum sem og erlendum ferðamönnum. Einnig skiptir miklu máli fyrir Vestmannaeyinga að áætlunarflug hefjist aftur. Bæjarstjórn lýsir jafnframt ánægju með að Isavia hafi nú eftir samtöl á milli aðila ákveðið að draga til baka uppsagnir á flugvellinum í Vestmannaeyjum.

Einnig leggur bæjarstjórn áherslu á að áfram verið leitað leiða til að koma af stað áætlunarflugi í vetur. Bæjarráð átti fund fyrr í mánuðinum með samgönguráðherra vegna stöðu flugsins og var ákveðið að halda áfram samtali um áætlunarflugið. Bæjarstjóri átti í framhaldi fund í dag með aðstoðamanni ráðherra til að ræða framhaldið á samtalinu.”