Lindex til Eyja?

Eyjafréttir fengu veður af því að forsvarsmenn Lindex hefðu verið að kanna möguleikann á því að opna verslun í Vestmannaeyjum, en verslunin nýtur mikilla vinsælda um allt land. Eyjafréttir settu sig í samband við Albert Þór Magnússon sem rekur Lindex á Íslandi, ásamt konu sinni Lóu Dagbjörtu Kristjánsdóttur, og spurðu hann fregna. „Já, það er […]
Enginn í einangrun eða sóttkví í Vestmannaeyjum

Eins og staðan er í dag er enginn í einangrun eða sóttkví í Vestmannaeyjum. Okkur hefur gengið vel í þriðju bylgju faraldursins hér í Vestmannaeyjum en það er ekki sjálfgefið. Velgengni okkar er fyrst og fremst ykkur bæjarbúum að þakka. Þið hafið svo sannarlega sýnt þá þrautseigju og samstöðu sem einkennir okkar samfélag og auðvitað […]
Lögreglan fylgist með grímunotkun og fjarlægðarmörkum

Í gær tók gildi reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Lögreglu menn í Vestmannaeyjum heimsóttu verslanir og veitingahús og minntu fólk á grímuskildu og fjarlægðarmörk. Arndís Bára Ingimarsdóttir settur lögreglustjóri í Vestmannaeyjum sagði í samtali við Eyjafréttir að lögreglan muni sinna eftirliti með grímunotkun í verslunum á meðan reglugerðin er í gildi. “Grímuskyldan á […]
Útvegsbændafélagið aldargamalt

Útvegsbændafélag Vestmannaeyja fagnar aldarafmæli sínu um þessar mundir eða réttara væri líklega að segja á kóvíd-tímum að nú séu liðin 100 ár frá stofnun félagsins en hátíðarhöld af því tilefni bíði um sinn. Félagið hét upphaflega Útvegsbænda- og atvinnurekendafélag Vestmannaeyja, stofnað 20. október 1920, og skráður tilgangur þess meðal annars að „stuðla að sanngirni og […]
Þetta er það skemmtilegasta sem ég hef gert

Mjöldrunum Litlu Grá og Litlu Hvít var komið fyrir í varanlegum heimkynnum sínum í Klettsvík í byrjun ágúst. Aðlögun hvalanna hefur gengið vel undir ströngu eftirliti þjálfara og starfsmanna Sea life trust. Þessir umsjónaraðilar dýranna koma flestir erlendis frá, en í hópnum má þó finna einn heimamann. Vignir Skæringsson hefur um nokkurra mánaða skeið starfað […]
Nýja útgáfan stendur nær frumriti Ólafs en þær fyrri

Sögusetrið 1627 í Vestmannaeyjum, sem er hópur áhugafólks um sögu og menningu Vestmannaeyja, hefur um nokkurra ára skeið átt sér þann draum að standa fyrir útgáfu á Reisubók séra Ólafs Egilssonar sóknarprests að Ofanleiti í Vestmannaeyjum. Eins og mörgum er kunnugt var Ólafur einn þeirra sem teknir voru til fanga í Tyrkjaráninu 1627 þegar ræningjar […]
Ný leiktæki á skólalóð Hamarsskóla

Það var mikil gleði hjá nemendum Hamarsskóla í dag þegar ný leiktæki voru tekinn til notkunar á skólalóðinni. Eftir því sem fram kemur í frétt á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. Nemendur við Hamarsskóla fengu í dag að fara inná nýtt leiksvæði sem hefur verið í framkvæmd í nokkrar vikur. Nemendur Hamarsskólans hafa fylgst með framkvæmdum og beðið […]
Þessi viðurkenning sýnir okkur að margt má læra af okkur

EYJAMAÐURINN Í vikunni var tilkynnt að Framhalddskólinn í Vestmannaeyjum væri stofnun ársins. Þetta er í annað skiptið sem skólinn hlýtur þennan titil, en í fyrra var skólinn í öðru sæti og tilnefndur sem fyrirmyndarstofnun. Helga Kristín Kolbeinz, skólameistari FÍV, er því Eyjamaðurinn að þessu sinni. Nafn: Helga Kristín Kolbeins Fæðingardagur: 08.11.1963 Fæðingarstaður: Reykjavík Fjölskylda: Eignmaður, […]
Vilja reisa minnisvarða um eldgosin á Heimaey og í Surtsey

Árið 2023 verða liðin 60 ár frá upphafi Surtseyjargossins og 50 ár frá upphafi Heimaeyjargossins. Þetta er tilefni tillögu átta þingmanna suðurkjördæmis til þingsályktunar um að reistur verði minnisvarði á Heimaey um eldgosin. „Nokkrir stóratburðir í náttúru Íslands á liðinni öld lifa með þjóðinni og marka djúp spor í sögu aldarinnar; allt frá Kötlugosinu 1918 […]
Leita nýrra tilboða í sorporkustöð

Mat á umhverfisáhrifum sorpbrennslu voru til umræðu á fundu framkvæmda og hafnarráðs í gær. Fyrir liggja athugasemdir vegna mats á umhverfisáhrifum sorporkustöðvar og tillögur að viðbrögðum vegna þeirra athugasemda sem bárust. Ráðið þakkaði kynninguna og felur framkvæmdastjóra að svara athugasemdum í samræmi við umræður á fundinum. Jafnframt felur ráðið framkvæmdastjóra að leita nýrra tilboða í […]