Krónan hættir með plastpoka

Verslun Krónunnar í Vestmannaeyjum
Í maí árið 2019 var frumvarp umhverfisráðherra samþykkt með löggjöf sem bannar sölu plastpoka í verslunum frá 1. janúar 2021. Krónan hóf strax undirbúning og nú er að klárast upplag af plastpokum og verða ekki fleiri pantaðir.
Í verslunum Krónunnar eru fjölnota burðarpokar og pappapokar til sölu við afgreiðslukassa.
Viðskiptavini eru hvattir til að nota fjölnotapoka en pappírspokinn er bæði niðurbrjótanlegur og endurvinnanlegur, segir í tilkynningu frá Krónunni

Mest lesið