Íslandsmótið í golfi 2022 fer fram í Vestmannaeyjum

Golfsamband Íslands samþykkti á síðasta stjórnarfundi tillögu mótanefndar GSÍ þess efnis að Íslandsmótið í golfi árið 2022 fari fram í Vestmannaeyjum dagana 10.-13. ágúst. Mótanefnd hafði áður farið yfir þær umsóknir sem bárust um að halda Íslandsmótið í golfi árið 2022. Það liggur því fyrir að hvar næstu tvö Íslandsmót í golfi fara fram. Árið […]
Vöruviðskipti við Bretland tryggð

Ísland, Noregur, Liechtenstein og Bretland hafa sammælst um að bráðabirgðasamningur um vöruviðskipti taki gildi hafi fríverslunarsamningur ekki verið undirritaður fyrir áramót svo óbreytt viðskiptakjör verði áfram tryggð. Góður gangur er í fríverslunarviðræðunum og er stefnt að því að ljúka þeim á tilsettum tíma. Fríverslunarviðræður Íslands og hinna EES EFTA-ríkjanna, Noregs og Liechtenstein, við Bretland standa […]
Eigum við gott skilið?

Ég á það til að stinga niður penna og láta hugleiðingar mínar í ljós. Oftast eru það hugleiðingar sem tengjast samgöngumálum okkar í eyjum og snerta veskið mitt, enda starfa ég við ferðaþjónustu. Nýr kafli var skrifaður í samgöngumálum okkar eyjamanna í síðustu viku þegar bæjarstjórn Vestmannaeyja skrifaði undir samning þess efnis að Icelandair hefði […]
Endurnýjun umferðarljósa Heiðarvegi/Strandvegi

Í dag verður farið í endurnýjun á umferðarljósum á gatnamótum Heiðarvegar og Strandvegar. Ljósin sem nú eru á gatnamótunum eru orðin gömul og erfitt að fá varhluti í þau og því hafa Vegagerðin og Vestmannaeyjabær ákveðið að endurnýja ljósin og færa til nútímahorfs. Nýju ljósin eru LED ljós með fullkomnari umferðarstýringum heldur en gömlu ljósin […]
Skýrsla um framkvæmd og nýtingu Landeyjahafnar góður leiðarvísir

Skýrsla um fyrstu skref að óháðri úttekt á framkvæmd og nýtingu Landeyjahafnar hefur verið gefin út og afhent samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Það var ráðgjafafyrirtækið Vatnaskil sem vann skýrsluna í samvinnu við Leo van Rijn, hollenskan sérfræðing á sviði sandflutningsrannsókna og verkfræðistofuna Mannvit. Úttektin var unnin í samræmi við þingsályktunartillögu sem samþykkt var á Alþingi í […]
Þrír leikmenn yfirgefa ÍBV

Það er orðið ljóst að þrír leikmenn munu ekki klára tímabilið með ÍBV. Liðið siglir lygnan sjó um miðja Lengjudeild og á ekki möguleika á því að fara upp þegar tvær umferðir eru eftir. Leikmennirnir sem um ræðir eru þeir Bjarni Ólafur Eiríksson, Gary Martin og Jack Lambert. Bjarni Ólafur er 38 ára gamall og […]
Gleraugnasöfnun Lions

Lionshreyfinginn á Íslandi safnar núna gleraugum sem kunna að liggja ónotuð en geta komið öðrum að gagni. Sendum þau frá okkur til Danmerkur þar sem þau verða flokkuð og löguð ef með þarf og send áfram til þeirra sem á þurfa að halda. Hægt er að koma gleraugum til næsta Lionsfélaga sem þið þekkið eða […]