Lionshreyfinginn á Íslandi safnar núna gleraugum sem kunna að liggja ónotuð en geta komið öðrum að gagni. Sendum þau frá okkur til Danmerkur þar sem þau verða flokkuð og löguð ef með þarf og send áfram til þeirra sem á þurfa að halda.
Hægt er að koma gleraugum til næsta Lionsfélaga sem þið þekkið eða í söfnunarkassa en einn slíkan má finna í Bónus í Vestmannaeyjum.