Ísfélagið bætir í flotann

Ísfélagið hefur fest kaup á uppsjávarskipinu Hardhaus sem smíðað var í Noregi árið 2003. Skipið er útbúið bæði til flottrolls- og nótaveiða. Það er 68,8 metra langt og 13,8 metra breitt. Í því er 6.120 hestafla aðalvél af gerðinni Wartsila 9L32. Lestar skipsins eru 12 talsins, samtals 1.955 rúmmetrar að stærð. Þess má til gamans […]
Keppni hætt í fótboltanum

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum í dag, föstudaginn 30. október, að hætta keppni í Íslandsmótum og bikarkeppni KSÍ 2020, í samræmi við 5. grein í reglugerð um viðmiðanir og sértækar ráðstafanir vegna heimsfaraldurs kórónaveiru (Covid-19), sem gefin var út í júlí síðastliðnum. Ákvörðunin tekur strax gildi. Íslandsmót Í 5. grein reglugerðarinnar kemur fram að hafi […]
Hákon Daði kallaður inn í landsliðið

Guðmundur Guðmundsson valdi um miðjan mánuðinn 17 leikmenn fyrir leiki A landsliðs karla gegn Litáen. Oddur Grétarsson á ekki heimangengt af persónulegum ástæðum að þessu sinni og hefur Guðmundur Guðmundsson kallað Hákon Daða Styrmisson leikmann ÍBV inn í hópinn. Íslenski hópurinn kemur saman í Reykjavík næstu helgi og æfir liðið á mánudag og þriðjudag. Leikurinn […]
Hertar sóttvarnaráðstafanir frá 31. október

Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis um hertar sóttvarnaráðstafanir sem taka gildi laugardaginn 31. október. Sömu reglur munu gilda um allt land. Meginbreytingin felst í 10 manna fjöldatakmörkum í stað 20 áður. Allt íþróttastarf verður óheimilt og sviðslistir sömuleiðis. Gert er ráð fyrir að reglur um hertar aðgerðir gildi til og með 17. nóvember. Þær […]
Íþrótta- og tómstundastyrkir til lágtekjuheimila vegna COVID-19

Fjölskyldu- og tómstundaráð fundaði í vikunni. Fyrir ráðinu lágu drög að reglum Vestmannaeyjabæjar um íþrótta- og tómstundastyrki vegna sérstaks framlags ríkissjóðs vegna Covid-19 faraldursins. Samkvæmt upplýsingum ráðuneytis verður opnað fyrir styrkumsóknir þann 15. nóvember og verður þá samhliða farið í auglýsingaherferð þar sem vakin er athygli á styrknum. Ráðið þakkaði kynninguna og samþykkti umræddar reglur. […]
Auglýst verður leiga á líkamsræktarsalnum

Á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs í vikunni var framhald af 4. máli 251. fundar fjölskyldu- og tómstundaráðs frá 29. september 2020. Þar óskaði Líkamsræktarstöðin ehf eftir að framlengja samning um leigu á líkamsræktarsal í Íþróttamiðstöðinni um eitt ár í senn en samningurinn er að renna út um næstu áramót. Ráðið getur ekki orðið við þeirri […]