Ísfélagið hefur fest kaup á uppsjávarskipinu Hardhaus sem smíðað var í Noregi árið 2003. Skipið er útbúið bæði til flottrolls- og nótaveiða. Það er 68,8 metra langt og 13,8 metra breitt. Í því er 6.120 hestafla aðalvél af gerðinni Wartsila 9L32. Lestar skipsins eru 12 talsins, samtals 1.955 rúmmetrar að stærð.

Þess má til gamans geta að fyrra skip norsku útgerðarinnar með sama nafni var gert út af Ísfélaginu á árunum 2004-2014 undir nafninu Guðmundur VE.

Skipið verður afhent Ísfélaginu fljótlega á næsta ári.