Fjölskyldu- og tómstundaráð fundaði í vikunni. Fyrir ráðinu lágu drög að reglum Vestmannaeyjabæjar um íþrótta- og tómstundastyrki vegna sérstaks framlags ríkissjóðs vegna Covid-19 faraldursins. Samkvæmt upplýsingum ráðuneytis verður opnað fyrir styrkumsóknir þann 15. nóvember og verður þá samhliða farið í auglýsingaherferð þar sem vakin er athygli á styrknum. Ráðið þakkaði kynninguna og samþykkti umræddar reglur.