Hrekkjavakan nær hámarki í dag og hafa ýmsar skemmtilegar hugmyndir fæðst í hópum foreldra og annarra áhugasamra á netinu um hvernig halda megi upp á daginn án þess að fara gegn tilmælum Almannavarna og taka óþarfa áhættu. Hér hafa verið teknar saman nokkrar skemmtilegar hugmyndir um hvernig halda má öðruvísi hrekkjavöku á farsóttartímum og gera sér dagamun.

Í tilkynningu frá Bókasafni Vestmannaeyja eru áhugasamir hvattir til að kíkja á glugga í anddyri Safnahúss um helgina en þar verður hægt að sjá ýmislegt hrekkjavökutengt. En passið ykkur, það gæti verið alveg hryllilegt!!!