Rafhlaupahjólaleigan Hopp hefur notið mikilla vinsælda á höfuðborgarsvæðinu undanfarið. eHopp eins og það heitir í Vestmannaeyjum mun í samstarfi við Hopp fara af stað með slíka leigu í Eyjum næsta vor. Markmiðið er að bjóða Eyjamönnum og gestum okkar upp á umhverfisvænan og handhægan máta til að komast leiðar sinnar.

Eigendur eHopp eru Davíð Guðmundsson, Jóhann Pétur Sturluson, Jón Þór Guðjónsson, Nanna Berglind Davíðsdóttir og Soffía Valdimarsdóttir.

Við munum fara af stað með 25 hjól næsta vor en hjólin eru í pöntun. Við munum svo kynna starfsemina betur þegar við höfum fengið hjólin í hendurnar.