Leggja mat á fjár­hags­legt tjón

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson

Mats­menn hafa verið dóm­kvadd­ir til að leggja mat á fjár­hags­legt tjón Vinnslu­stöðvar­inn­ar og Hug­ins í Vest­manna­eyj­um vegna út­hlut­un­ar mak­ríl­kvóta.

Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, fram­kvæmda­stjóri Vinnslu­stöðvar­inn­ar, seg­ir að tjón fyr­ir­tækj­anna hafi verið metið af þeirra hálfu og skaðabótakrafa byggð á því mati. Dóm­kvadd­ir mats­menn fari nú yfir málið og það ferli geti tekið ein­hvern tíma.

Hæstirétt­ur felldi tvo dóma í des­em­ber 2018 um að ekki hefði verið byggt á aflareynslu við út­gáfu kvóta á grund­velli reglu­gerða 2011 til 2014 eins og skylt hefði verið og sama fyr­ir­komu­lag hefði verið viðhaft fram til 2018. Ríkið væri skaðabóta­skylt í mál­inu þar sem rang­lega hefði verið staðið að út­hlut­un mak­ríl­kvót­ans og minna komið í hlut fyr­ir­tækj­anna en þeim hefði borið sam­kvæmt lög­um, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

JEEP- rafknúinn 02
Jeep – rafknúinn

Mest lesið