Kosning í ráð, nefndir og stjórnir skv. 42. gr. bæjarmálasamþykktar Vestmannaeyjabæjar var meðal dagskrárliða á fundi bæjarstórnar í síðustu viku. Samkvæmt 7. tl. C-liðar 42. gr. samþykktar um stjórn Vestmannaeyjabæjar og fundarsköp bæjarstjórnar, kýs bæjarstjórn aðal- og varafulltrúa stjórnar Náttúrustofu Suðurlands og skipar formann stjórnarinnar sbr. 12. gr. laga nr. 60/1992. Gerðar eru þær breytingar á stjórn Náttúrustofunnar nú, að Jóna Sigríður Guðmundsdóttir kemur í stað Ólafs Lárussonar og verður jafnframt formaður stjórnarinnar.