Spurn eft­ir síld­ar­hrogn­um frá Nor­egi hef­ur verið meiri í ár held­ur en nokkru sinni áður og verðið hef­ur hækkað í sam­ræmi við eft­ir­spurn­ina.

Ástæða þessa er einkum tal­inn skort­ur á loðnu­hrogn­um, en ekk­ert hef­ur verið veitt af loðnu við Ísland í ár og í fyrra og sömu sögu er að segja úr Bar­ents­hafi. Síld­ar­hrogn­in eru meðal ann­ars notuð sem topp­ar á sus­hi-rétti.

Frá þessu er greint á heimasíðu Nor­ges Sjømatråd, sem á ís­lensku hef­ur meðal ann­ars verið kallað út­flutn­ings­ráð norska sjáv­ar­út­vegs­ins. Í byrj­un októ­ber var búið að flytja út 5.300 tonn af síld­ar­hrogn­um frá Nor­egi í ár og verðmæti afurðanna nam 392 millj­ón­um norskra króna eða tæp­lega sex millljörðum ís­lenskra. Aukn­ing­in frá síðasta ári er um 40% í magni og 142% í verðmæt­um. Allt að 100 krón­ur norsk­ar hafa feng­ist fyr­ir kílóið, en mest eft­ir­spurn hef­ur verið í Suður-Kór­eu, Kasakst­an og Jap­an.

Fram kem­ur í frétt Nor­ges Sjømatråd að sam­kvæmt hefð hafi loðnu­hrogn frá Íslandi verið notuð sem „topp­ing“ á sus­hi-rétti. Þar sem þau séu ekki fyr­ir hendi um þess­ar mund­ir sé til­valið að nota hrogn síld­ar­inn­ar, sem séu áþekk hvað varði bragð og lit.

Morgunblaðið greinir frá