Fimmtudaginn 12. nóvember kl. 18:00 hefjast sýningar á ljósmyndum og lifandi myndum frá 1930 til dagsins í dag í sjónvörpum í gluggum verslana í miðbænum. Munu rúlla áfram alla helgina fram á sunnudag. Um er að ræða kjörið tækifæri fyrir fólk að mæta á sýningar án þess að brjóta samskiptareglur. Ath. Kvöldopnun hjá nokkrum verslunum á fimmtudagskvöldinu.

Verslanir sem taka þátt í samstarfinu eru Litla Skvísubúðin, Geisli, Smart, Baldurshagi við Bárustíg, Flamingó, Póley, Brothers Brewery, Penninn, Miðstöðin, Leturstofan og Tölvun.