Umræður um framtíð Sambýlisins við Vestmannabrautar 58b fóru fram á fundi fjölskyldu og tómstundaráðs í vikunni. Það er Brynja – hússjóður sem á húsnæðið en Brynja er sjálfseignarstofnun og er hlutverk sjóðsins er að eiga og reka íbúðir fyrir öryrkja. Tilgangi sínum nær sjóðurinn með því að kaupa og byggja leiguíbúðir. Brynja – hússjóður hefur sagt upp öllum leigusamningum við leigutaka í þjónustuíbúðunum, Vestmannabraut 58b og rennur leigutíminn út þann 1. mars nk. Samhliða hefur Brynja – hússjóður boðið Vestmannaeyjabæ húsnæðið til leigu eða til kaups. Ráðið hefur fjallað um tilboð Brynju – hússjóðs og er tilbúið til að samþykkja að greiða leigu á meðan núverandi leigutakar búa þar. Ráðið felur framkvæmdastjóra að ganga til samninga við Brynju – hússjóðs um slíka leigu. Ráðið er ekki tilbúið að samþykkja uppgefið leiguverð til framtíðar á húsnæði Vestmannabrautar 58b enda veruleg hækkun á því leiguverði sem er í dag.