Reliefband, lækningatæki sem vinnur gegn ógleði og uppköstum, er komið á markað hér á landi. Reliefband er á stærð við úr og er fest á úlnlið með armbandi. „Tækið örvar miðtaug í úlnlið með vægum rafpúlsi og virkjar taugakerfi líkamans til að hafa temprandi áhrif á þann hluta heilans sem skapar ógleðitilfinningu,“ sagði Ólafur Hauksson hjá Promax, sem flytur inn tækið.

Margir tengja ógleði og uppköst við sjóveiki, en Ólafur segir það aðeins brot af þeim aðstæðum sem Reliefband kemur að notum. „Reliefband vinnur gegn ógleði og uppköstum af völdum allrar ferðaveiki (sjóveiki, flugveiki, bílveiki), meðgönguógleði, krabbameinslyfjameðferð, mígreni, kvíða, þynnku (timburmanna) og sem stuðningur við ógleðistillandi lyf eftir skurðaðgerðir.“

Reliefband er bandarískt lækningatæki sem hefur verið þar á markaði í mörg ár en ekki verið skráð til sölu í Evrópu fyrr en nýlega. Það er klínískt prófað, viðurkennt af FDA (bandarísku lyfjastofnuninni) og skráð hjá Lyfjastofnun. Reliefband er fáanlegt án lyfseðils og fylgja því leiðbeiningar á íslensku.

„Reliefband styðst við lyfjalausa tækni til að vinna á skjótvirkan hátt gegn ógleði og uppköstum Tækið virkar um leið og það er ræst og hefur engin slævandi áhrif á notandann eða önnur eftirköst,“ sagði Ólafur.

„Reliefband virkar þannig að snertifletir tækisins gefa frá sér væga rafpúlsa sem örva miðtaug sem liggur undir húð á úlnlið. Boðin sem myndast í miðtauginni berast upp í gegnum taugakerfið til þess hluta heilans sem stýrir ógleði og uppköstum. Rafpúlsinn hefur endurstillingaráhrif þannig að taugaboðin frá heila til maga verða eðlilegri, sem dregur úr ógleði og flökurleika.“

Reliefband fæst eingöngu á vefsíðunni reliefband.is og kemur í tveimur mismunandi útgáfum en virknin er sú sama í báðum. Reliefband Classic er með skiptanlegum rafhlöðum sem endast í 150 tíma notkun, Reliefband Premier er með endurhlaðanlegum rafhlöðum. Classic tækið kostar 21.990 kr. og Premier tækið 35.990 kr. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðunum reliefband.is og ógleði.is.