Smitum á landinu fer fækkandi og virðist hafa náðst utan um faraldurinn. Þetta er þó ekki búið og geta aðstæður breyst hratt eins og við þekkjum. Okkur hefur gengið vel hér í Vestmannaeyjum og vonum við auðvitað að svo verði áfram þannig að við getum notið aðventunnar og aðdraganda jólanna á sem eðlilegastan hátt. Við verðum því að standa áfram saman eins og okkur Eyjamönnum er lagið og halda þetta út. Þetta eru erfiðir tímar en við getum þetta saman og vitum hvað við þurfum að gera. Gæta vel að persónulegum sóttvörnum og almennum smitvörnum og fylgja settum reglum þar um.

Það gæti líka hjálpað að setja upp jólaljósin eins og margir hafa þegar gert.

Gangi ykkur vel.
Aðgerðastjórn Vestmannaeyja.