Vegna fjár­hags­legr­ar end­ur­skipu­lagn­ing­ar Herjólfs ofh. kem­ur til greina að eng­ir starfs­menn verði leng­ur í af­greiðslu fé­lags­ins við Land­eyja­höfn og Þor­láks­höfn. Ekk­ert hef­ur þó verið ákveðið í þeim efn­um. Þetta seg­ir Guðbjart­ur Ell­ert Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Herjólfs ohf í viðtali á mbl.is.

Leita allra leiða
Verktaki hef­ur séð um af­greiðsluna við Land­eyja­höfn og Þor­láks­höfn og eru starfs­menn­irn­ir þar því ekki á veg­um Herjólfs ohf. Um er að ræða fimm til sex starfs­menn, að sögn Guðbjarts.

„Útfærsl­an eða niðurstaðan ligg­ur ekki fyr­ir hvort þetta verður áfram með óbreyttu sniði eða hvort það verða gerðar breyt­ing­ar,“ seg­ir hann en meðal ann­ars velta menn fyr­ir sér hvort ger­legt sé að hafa af­greiðsluna mann­lausa og fólk geti þjón­ustað sig sjálft.

„Áhrif­in af covid hafa verið all­veru­leg á fé­lagið. Við erum að reyna að aðlaga okk­ar rekst­ur að því um­hverfi og leita allra leiða,“ seg­ir hann. „Þetta er vissu­lega ein af þeim sviðsmynd­um, þ.e. að vera ekki með, eða í það minnsta lág­marks­mönn­un í Þor­láks­höfn og í Land­eyja­höfn,“ grein­ir hann frá.

Ljóst fyr­ir næstu mánaðamót
Öllum starfs­mönn­um Herjólfs var sagt upp um mánaðamót­in ág­úst/​sept­em­ber og síðan þá hef­ur end­ur­skipu­lagn­ing verið í gangi á rekstri fé­lags­ins. Greint verður frá út­komu henn­ar fyr­ir næstu mánaðamót, að sögn Guðbjarts. Nú þegar er ljóst að Vest­manna­eyja­bær verður áfram með ferj­una til næstu þriggja ára og siglt verður sex til sjö ferðir dag­lega eins og verið hef­ur. Samn­ingaviðræðum Herjólfs ohf., Vest­manna­eyja­bæj­ar og Vega­gerðar­inn­ar er lokið og var þetta niðurstaðan.

Upp­sagn­ar­frest­ur starfs­manna Herjólfs renn­ur út um næstu mánaðamót. Spurður seg­ir Guðbjart­ur að gengið sé út frá því að tryggja fólk­inu störf áfram. Allt sé það að miðast í rétta átt. Ekki verður þó end­ur­ráðið fyrr en niðurstaða er kom­in í tengsl­um við end­ur­skipu­lagn­ing­una.