Skákæfingar krakka hjá Taflfélagi Vestmannaeyja komnar í gang   

Taflfélag Vestmannaeyja fer af  af stað með skákæfingar fyrir krakka í Grunnskóla Vm. í skákheimili TV að Heiðarvegi 9 á ný fimmtudaginn 19. nóvember. Yngri hópurinn kl. 16.30- 17.30 og eldri hópurinn kl. 17.45 – 18.45. Skákkennslan og æfingar verða síðan á mánudögum og fimmtudögum á þessum sama tíma. Umsjón með skákkennslunni  sem hófst í lok september hefur Sæmundur Einarsson og skákkennari er Guðgeir Jónsson sem veita nánari upplýsingar. COVID19 hefur haft mikil áhrif á kennsluna í haust og þurfti að  hætta með kennslu að Heiðarvegi 9 um tíma og var þá kennsla og æfingar færðar á netið. Skákkennslan er á Facebook undir nafninu Skákæfingar ungmenna í Vestmannaeyjum. Ljósmyndiirnar voru teknar í október sl. að loknum skáfingum í skákheimili TV að Heiðarvegi.

Mest lesið