Samn­inga­nefnd­ir Vest­manna­eyja­bæj­ar og Vega­gerðar­inn­ar vinna enn að gerð samn­ings um rekst­ur Herjólfs, á grund­velli ramma sem aðilar hafa orðið ásátt­ir um.

Þegar er orðið ljóst að Vest­manna­eyja­bær mun reka ferj­una næstu þrjú árin og ferðatíðni verður óbreytt. Íris Ró­berts­dótt­ir, bæj­ar­stjóri í Vest­manna­eyj­um, seg­ir í samtali við Morgunblaðið að von­ast sé til að samn­ings­gerðinni ljúki á næstu dög­um. Gert sé ráð fyr­ir samn­ingi til árs­ins 2023.

Starfs­hóp­ur var skipaður að ósk Vega­gerðar­inn­ar til að ræða kröf­ur Herjólfs ohf. um viðbót­ar­greiðslur frá rík­inu vegna meiri mönn­un­ar skips­ins en gert var ráð fyr­ir í samn­ingi, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í  dag.