Gunnar Heiðar áfram með KFS

Gunnar Heiðar Þorvaldsson, spilandi þjálfari KFS í undanúrslitaleiknum gegn Hamar á dögunum. Við hlið hans má svo sjá Ian Jeffs, fyrrum þjálfara kvennaliðs ÍBV og núverandi aðstoðarþjálfari kvennalandsliðs Íslands. Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Gunnar Heiðar Þorvaldsson hefur skrifað undir árs samning sem þjálfari KFS. Frumraun Gunnars gekk æði vel í sumar er hann stýrði KFS upp úr 4. deildinni og var mikil og góð stemning í liðinu. Framundan er tímabil í 3. deild og verður gaman að fylgjast með KFS deild ofar. Knattspyrnuráð ÍBV og stjórn KFS hafa verið afar ánægð með samstarf liðanna og störf Gunnars sem þjálfara.

Mest lesið