Við settum saman þetta skemmtilega myndband um æviskeið Ása í Bæ fyrir Ísfélag Vestmannaeyja í tilefni af uppsetningu á bronsstyttu af Ása við smábátahöfnina. Hljóð og myndefni er fengið frá Ríkisútvarpinu, Sigurgeir Jónassyni og úr safni fjölskyldu Ása. Nánar er fjallað um ævi og verk Ása í nýjasta tölublaði Eyjafrétta.