Í hádeginu á fimmtudaginn héldu Gísli Gíslason svæðisstjóri MSC í Norður Atlantshafi og Óskar Sigmundsson, framkvæmdastjóri þýska fisksölufyrirtækisins Marós í Þýskalandi mjög fróðleg og áhugaverð erindi um sjálfbærnivottanir í sjávarútvegi.   Báðir eru þeir miklir reynsluboltar í sjávarútveginum, þekkja málefnið vel og hafa starfað í alþjóðlegum sjávarútvegi í tugi ára.  Þeir höfðu frá ýmsu áhugaverðu að segja.   Tæplega 40 manns innan- og utanlands tóku þátt í erindinu.

Í tæp 3 ár hefur Þekkingarsetur Vestmannaeyja staðið fyrir mánaðarlegum erindum um sjávarútveg, þar sem tæplega 130 aðilum sem tengjast sjávarútvegi í Eyjum er boðin þátttaka.  Í síðasta mánuði prófuðum við að færa okkur yfir á Zoom og hafa erindin opin öllum.  Það gekk mjög vel.  Við ákváðum því að halda áfram með þessu sniði meðan C19 er að hrella okkur. Fjarfundaformið býður því upp á fjölbreytta þátttöku aðila allstaðar af landinu og í mismunandi löndum, eins og nú.

Markmiðið með þessum erindum okkar er að hrista fólk í sjávarútvegi saman og draga fram áhugaverða hluti í sem tengjast sjávarútvegi, þannig að fólk taki eitthvað nýtt með sér af erindunum.

Gísli var með aðalframsögu þar sem hann fór almennt yfir vottanir og þá sérstaklega MSC sjálfbærnivottunina, fiskistofna, rekjanleika og markaði.  Hann fór yfir afturkallanir á vottunum og tengdi ýmsa fiskistofna inn í þá umræðu.  Gísli fór yfir áhrif vottana á verðmyndun sjávarafurða og aðgengi að mörkuðum.  Hann fjallaði um ábatann af vottun og tengdi það við kostnað sem vottun fylgir.  Að lokum svaraði Gísli því hvort að vottanir væru að hafa þau áhrif sem til þeirra væri ætlast.

Óskar fylgdi í kjölfarið og fór yfir tækifæri sem fylgja vottunum.  Hann fór vítt og breytt í erindi sínu m.a. með innsýn sinni inn í Evrópumarkað og þá sérstaklega Þýskalandsmarkað þar sem hann er staðsettur. Síldarmarkaðurinn fékk sérstaka umfjöllun.  Óskar fjallaði um ógnanir og tækifæri sem aðilar á mörkuðum með sjávarfarurðir standa frammi fyrir.  Að lokum spáði Óskar í spilin varðandi útlitið framundan á mörkuðum.

Í lokin svörðu Gísli og Óskar nokkrum spurningum.

Glærum Gísla er hægt að hlaða niður hér
Glærum Óskars er hægt að hlaða niður hér
Myndupptaka af erindinu  er hér

Fyrri sjávarútvegserindi er hægt að sjá á heimsíðu Þekkingarseturs Vestmannaeyja: hér

SKL jól