Á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja lá fyrir erindi frá frá stjórn Björgunarfélags Vestmannaeyja um staðsetningu minnismerkis Þórs. Fram kemur í erindinu að Stjórn Björgunarfélags Vestmannaeyja er ósátt við þann stað sem ákveðin hefur verið fyrir minnismerki Þórs, í skugga tveggja stórra húsa.

Í niðurstöðu ráðsins segir “ekki er fyrirhugað að flytja minnismerkið á Vigartorg, enda samræmist það ekki hönnun á svæðinu. Minnismerkið verður fært innan svæðisins samkvæmt gildandi skipulagi, sem samþykkt var 2013.

Erindi Björgunarfélags Vestmannaeyja.pdf