Vest­manna­eyja­ferj­an Herjólf­ur geng­ur ágæt­lega fyr­ir raf­magni. Guðbjart­ur Ell­ert Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Herjólfs ohf., seg­ir í samtali við mbl.is að um­tals­verður sparnaður og hag­kvæmni sé af því að sigla fyr­ir raf­magni í stað dísi­lol­íu. Raf­magnið kosti aðeins brot af verði olíu.

Hann gef­ur ekki upp töl­ur í því sam­bandi, seg­ir að reka þurfi skipið í lengri tíma til að sjá raun­veru­leg­an kostnað enda sé hann breyti­leg­ur eft­ir árs­tíma og veðri. Með lagni eigi að vera hægt að sigla á milli hafna á raf­magni ein­göngu og því sé tak­mörkuð notk­un á olíu.

Upp­haf­lega var hug­mynd­in að út­búa nýja Herjólf sem tví­orku­skip (hybrid) þannig að það væri með raf­hlöður en gæti skipt yfir á olíu. Á smíðatím­an­um var ákveðið að stíga skref raf­væðing­ar til fulls og marg­falda stærð raf­geym­anna, að því er fram kem­ur í Mor­un­blaðinu í dag.

Tíma tók að koma hleðslut­urn­um upp í báðum höfn­um og eft­ir upp­færslu kerf­is­ins nú í haust hef­ur raf­hleðslan gengið vel, að sögn Hjart­ar Em­ils­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Navis sem veitt hef­ur Vega­gerðinni ráðgjöf við þetta verk. Skipið er hlaðið í 30 mín­út­ur í hvorri höfn og aðeins notuð 40-80% af hleðslunni til að há­marka end­ing­ar­tíma geym­anna.