Vegna bæði ofsaveðurs- og sjólags hefur verið ákveðið að fella niður ferðir seinni partinn í dag þar sem bæði er ófært til Landeyjahafnar og Þorlákshafnar. Ákvörðun sem þessi er alltaf tekin með hagsmuni bæði farþega og áhafnar í huga. Vonum við að farþegar okkar sýni þeirri ákvörun skilning. Segir í tilkynningu frá Herjólfi.

Hvað varðar siglingar í fyrramálið, þá verður gefin út tilkynning kl. 06:00 í fyrramálið. Farþegum er bent á að spáin fyrir fyrri part morgundags er ekki góð hvað hvorki fyrir siglingar í Landeyjahöfn né Þorlákshöfn. Bendum við því þeim farþegum sem ætla sér að ferðast með okkur á morgun að fylgjast vel með miðlum okkar.