Hágæða vörur með nærgætni við umhverfið

As We Grow var stofnað árið 2012 og hefur frá upphafi haft það að leiðarljósi að hanna og framleiða hágæða vörur með nærgætni við umhverfi. Agnes Hildur Hlöðversdóttir hjá As we Grow ræddi við Eyjafréttir um fyrirtækið. Póley hefur selt vörur frá As We Grow í rúm fjögur ár. „Vörunum hefur verið mjög vel tekið í Eyjum, bæði af heimafólki og ferðamönnum. Póley er sífellt að bæta við vörum er t.d. núna með mjög gott úrval af jólafatnaði fyrir börnin og nýjum prjónavörum fyrir fullorðna eins og peysum, húfum og slám fyrir konur.  Við erum eina fyrirtækið á sviði fatahönnunar sem hlotið hefur Hönnunarverðlaun Íslands og einnig hlutum við hin virtu bresku hönnunarverðlaun Junior Design Awards 2017, 2018 og 2019 (besta umhverfisvæna merkið),“ sagði Agnes.

Náttúruleg efni og sjálfbærni
Flíkurnar eru framleiddar úr náttúrulegum og vistvænum efnum eins og Alpaca ull og lífrænni bómull með virðingu fyrir ölluð liðum vörunnar. Unnið er með vottuð efni og fair trade.Við heimsækjum reglulega framleiðandann okkar í Perú en þar er uppruni Alpaca dýrsins (af ætt Kameldýra) þaðan sem hágæða ullin okkar er fengin.  Dýrin fá mjög góða meðhöndlun; ganga frjáls um í náttúrunni og eru aðeins rúin á heitasta tíma ársins svo þeim kólni ekki.

Alpaca ullin er að hasla sér völl meðal stærstu tískuhúsa heims því framleiðslan á henni er sjálfbær (ólíkt t.d. sumum tegundum af Cashmere-ull) og borið saman við aðra ull þá þykir hún endingabetri, léttari, mýkri, inniheldur ekki efnið Lanolin og er ‘hypoallergenic’.

Aðalfundur

Söluaðilar og sérverslun
Vörurnar okkar eru seldar í fjölmörgum löndum, svo sem Kína, Japan, Bretlandi, Sviss, USA, Frakklandi, Ástralíu, Noregi, Danmörku. Á Íslandi eru vörurnar okkar fáanlegar í verslunum Geysis, Epal, Airport Retail á Keflavíkurflugvelli, Saga Shop Icelandair (ekki þó núna v/ aðstæðna), Hofi Akureyri (Kistan), Hönnunarsafni Íslands, Vestmannaeyjum (Póley) og nokkrum barnafataverslunum í Reykjavík. Í mars 2019 opnuðum við svo sérverslun As We Grow í Garðastræti 2, Rvk og erum einnig með vefverslun; www.aswegrow.is

Mest lesið