Umsjónarmaður frístundavers fór yfir starf vetrarins á og flutning Frístundavers úr Þórsheimili í Hamarsskóla á fundi fræðsluráðs í síðustu viku. Í vetur eru 10 starfsmenn við
Frístundaverið, einn umsjónarmaður, tveir stuðningsfulltrúar, sex frístundaleiðbeinendur og aðstoðarmaður í eldhúsi. Í upphafi skólaárs voru 65 nemendur skráðir í Frístundaverið. Hafist var handa sl. sumar við að flytja frístundaverið úr Þórsheimili í Hamarsskóla og var ný aðstaða tilbúin í upphafi skólaárs. Frístundaverið er með aðstöðu á neðri hæð í vesturálmu skólans. Þar eru þrjár heimastofur en jafnframt hefur frístundaverið aðgang að matsal, samkomusal, verkgreinastofum og útisvæði. Starfið hefur gengið vel en upphaflegt skipulag sem sneri að þemaskiptum svæðum hefur þurft að víkja vegna COVID-19 og því ekki komin reynsla á það.