Bæjarstjóri greindi frá erindi til samgönguráðherra á fundi bæjarráðs í vikunni. Þar sem þess er farið á leit að ráðherra beiti sér fyrir nauðsynlegu fjármagni úr ríkissjóði til þess að halda uppi reglulegum flugsamgöngum milli lands og Eyja þar til flugfélögin sjá sér fært að hefja áætlunarflug á markaðslegum forsendum. Jafnframt greindi bæjarstjóri frá fundi sem hún átti með ráðherranum þann 30. nóvember sl., til að fylgja málinu eftir. Viðbragða ráðherra er að vænta á næstu dögum.