Á miðnætti rennur út umsóknarfrestur um stöðu framkvæmdastjóra Herjólfs. Nýr framkvæmdastjóri mun taka við af Guðbjarti Ellert Jónssyni sem lætur af störfum. Um er að ræða spennandi og mikilvægt starf yfir helsta hagsmunamáli íbúa í Vestmannaeyjum, rekstri samgangna.

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Eyjafrétta er Grímur Gíslason fyrrverandi stjórnarformaður Herjólfs ohf. á meðal umsækjanda. En skemmst er frá því að segja að Grím var vikið úr stjórn félagsins eftir að nýr meirihluti tók við stjórn sveitarfélagsins. Grímur fylgdi eftir yfirtöku Vestmannaeyjabæjar á rekstri Herjólfs frá upphafi þess verkefnis, hann þekkir því bæði samfélagið og verkefnið út og inn.

Fjölmargir aðrir hafa verið nefndir sem hugsanlegir umsækjendur. Eyjafréttir munu óska eftir lista yfir umsækjendur og birta þegar hann berst.