Í hverjum mánuði er hægt að greiða atkvæði um glæsilegustu mörkin í þýska handboltanum. Eyjamaðurinn síkáti Elliði Snær Viðarsson á eitt þessara marka sem hann skoraði fyrir lið sitt VFL Gummersbach gegn HSV Hamburg á dögunum. Hver sem er getur tekið þátt og kosið. Mark Elliða er númer sex á síðunni og er sem stendur í öðru sæti, atkvæðagreiðslan um mark nóvembermánaðar mun standa yfir til 18. desember 2020. Sigurvegarinn verður síðan tilkynntur á LIQUI MOLY HBL samfélagsmiðlarásunum.

Hægt er að kjósa hér og markið má sjá hér að neðan.