Fram kom á fundi bæjarstjórnar á fimmtudag að bæjarstjóri hefur átt fundi og samtöl við samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um að tryggja lágmarksflug til Vestmannaeyja yfir vetrarmánuðina, þar sem flugfélögin sjá sér ekki fært að halda út áætlunarflugi á markaðslegum forsendum eingöngu í því ástandi sem Covid hefur skapað. Jafnframt hefur bæjarstjóri óskað eftir við ráðherra að hann beiti sér fyrir nauðsynlegu fjármagni úr ríkissjóði til að tryggja lágmarksflug þar til áformað áætlunarflug Air Iceland Connect hefst í vor.

Borist hefur svar frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu við beiðni bæjarstjóra um fjármagn til flugs, þar sem fram kemur að ráðuneytið muni tryggja tímabundna lágmarksflugtíðni milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur fram á vor sem er Covid tengd aðferð. Hyggst ráðuneytið óska eftir verðtilboðum á þessari leið með farþega og vörur.