Mjaldrarnir Litla Grá og Litla Hvít hafa verið fluttar aftur í laugina í gestastofu Sea Life Trust. Að nota aðstöðuna í landi í þessum tilgangi hefur alltaf verið hluti af langtíma áætlun verkefnisins segir í tilkynningu frá samtökunum. Er þetta gert með heilsu og velferð dýranna að leiðarljósi. Áformað er að hvalirnir fari aftur út í Klettsvík snemma árs 2021. Flutningurinn fór fram í gær og gekk vel og eru þær systur ánægðar með lífið á kunnuglegum slóðum að sögn þjálfara þeirra.