Kubuneh verslun með notuð föt opnar

Þóra Hrönn og Sunna dóttir hennar við afgreiðsluborðið í versluninni Kubuneh

Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir opnaði í dag nýja fataverslun sína við Vestmannabrautar 37. Þóra ætlar eingöngu að vera með til sölu notuð föt eða „second hand“ eins og það er kallað, en Þóra Hrönn er mikil áhugamanneskja um endurvinnslu og bætta nýtingu. Verslunin heitir Kubuneh (borið fram Kúbúne) en það er nafnið á þorpi í Gambíu þar sem Þóra hefur komið að hjálparstarfi.

„Allir skipta máli“ er góðgerðarfélag sem Þóra er í forsvari fyrir. Allir skipta máli mun um áramótin taka við rekstri á heilsugæslu í þorpinu Kubuneh í Gambíu. Í því felst m.a að greiða laun starfsfólks og lyf fyrir sjúklinga. Árlega leyta 12-15.000 manns til heilsugæslunnar.  Öll vinna við verslunina er unnin í sjálfboðastarfi og fer hver króna sem kemur inn beint í verkefni félagsins.

Þóra Hrönn telur að vel sé tækifæri fyrir verslun eins og þessa. „Hugarfarið er að breytast hjá fólki það sést best á öllum Loppu búðunum í Reykjavík.  Unga fólkið sem er að koma upp fjölskyldum í dag hugsar öruvísi en við gerðum, fólk er meðvitaðra um umhverfismál og endurnýtingu.  Unga fólkið vill frekar nota launin sín í að búa til minningar en að kaupa hluti.“

 

Jólablað Fylkis

Mest lesið