Ferðamálasamtök Vestmannaeyja fagna viljayfirlýsingu um uppbyggingu baðlóns og þjónustusvæðis í hrauninu. Staðsetningin er einstök, útsýnið mikilfenglegt og hönnunin fellur vel inn í umhverfið. Það kemur ekki á óvart að framkvæmdaraðilar og fjárfestar komi auga á tækifæri í ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum. Hér er falinn fjársjóður.

Í ferðaþjónustunni liggja gríðarleg tækifæri fyrir framtíð samfélagsins og mikilvægt að skilgreina hana sem iðnað sem þarfnast uppbyggingar. Baðlón mun auka fjölbreytni og gæði í þjónustu við íbúa í Vestmannaeyjum.

Stjórn Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja